Skilmálar

Okkar markmið er að veita frábæra þjó­nustu

Við virðum friðhelgi allra sem heimsækja þessa vefsíðu. Við seljum ekki né leigjum þínar persónulegu upplýsingar til þriðja aðila. Fotomax.is meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu fotomax.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga á hverjum tíma.

Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Fotomax. Enginn nema eigandi vefsins www.fotomax.is hefur aðgang að þeim. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi fotomax samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga, skal athugasemdum komið til Fotomax í tölvupósti á info@fotomax.is eða bréflega á heimilisfang Fotomax á Höfðabakka 3, 110 Reykjavík. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.