Hættuspilið


11.988 kr

Upplifðu unglingsárin með öllum þeim hættum sem þeim fylgja. Eitt rangt kast og þú gætir endað á rúntinum með Sigga Sýru.

Hættuspil kom út jólin 1998 og var hugarfóstur Þórólfs Beck og Reynis Harðarsonar. Spilið seldist í ríflega 11.000 eintökum og var eitt vinsælasta spil þjóðarinnar um árabil. Spilið fjallar um lífshlaup ungs fólks frá fermingaraldri og fram á fullorðinsár. Takmarkið í spilinu er að ná sem mestum þroska í lífinu og forðast þær hættur sem kunna að leynast á leiðinni. Spilið er fyrir 2-6 leikmenn frá 12 ára aldri og uppúr. Hættuspil er byltingarkennd nýjung í forvörnum á Íslandi. Þróun spilsins var upprunalega styrkt af Reykjavíkurborg og Rauða Kross Íslands og er unnið í samvinnu við og undir leiðsögn forvarnardeildar SÁÁ. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, einn virtasti fagaðili landsins á svið forvarnarmála, hefur haft yfirumsjón með forvarnarþáttum Spilsins. Hugmyndin að baki Hættuspili er í fyrsta lagi sú að nálgast ungt fólk á þeirra eigin forsendum með spili sem er skemmtilegt og fjörug, en innhaldi jafnframt mjög skýr skilaboð varðandi skaðsemi fíkniefna. Með því að koma boðskaðanum í gegnum spilakerfið sjálft (á mjög skemmtilegan hátt) í stað þess að vera með beinan áróður eða boð og bönn eykur það líkurnar að unglingarnir sem spila spilið verði móttækilegri fyrir boðskapnum. Í öðru lagi er fjölskylduspil frábær umræðuvettvangur þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og rætt þau málefni sem koma fyrir í spilinu sem undir venjulegum kringumstæðum kynni að vera erfitt að koma orðum að.

You may also like

Recently viewed