Um okkur

Þjónusta fyrirtækisins skiptist í tvo meginþætti: Yfirfærslu myndefnis og ljósmynda yfir á stafrænt form og netverslun með ýmsar vörur sem hægt er að prenta á eigin texta og mynd.

Fotomax er hluti af fyrirtækinu Myndaskönnun og NordicPhotos.

Við höfum sett okkur það markmið að vera ávallt heiðarleg og koma hlýlega fram við viðskiptavini okkar, því bjóðum við upp á persónulega og fyrsta flokks þjónustu. Endilega segðu okkur hverskonar aðstoð þú þarft og við erum meira en tilbúin að aðstoða þig.

Fotomax er staðsett á Snorrabraut 54b, 105 Reykjavík, beygt er inn við Bergþórugötu.

s. 5625900